Víðsjá

Veðurskeyti frá Ásgarði, tengsl kvenna við hafið, Carmen Herrera

Við flettum í Viðsjá glænýrri bók sem kemur bara út í dag. Hún heitir Veðurskeyti frá Ásgarði og er eins konar ferðahandbók um söngverk Atla Ingólfssonar tónskálds sem heitir Elsku Borga mín og frumflutt var árið 2009. Upp úr því hefur líka sprottið myndbandsverk sem Jeannette Castioni gerði við það. Verkin byggjast á sendibréfum sem Lilja Magnúsdóttir, bóndakona í Ásgarði í Dölum, skrifaði dóttur sinni um miðja 20. öldina. Saman mynda listaverkin tvö sérstakan og oft nokkuð framandlegan heim og því varð úr safna saman ýmsum hugleiðingum fyrir þá sem vilja dvelja þar um stund. Atli Ingólfsson verður gestur þáttarins í dag.

Myndlistarkonana Carmen Herrera féll frá um liðna helgi. Herrera fæddist í Havana en bjó mest alla sína ævi í New York. Hún er þekkt fyrir geómetrískar abstraksjónir sínar en það sem vekur kannski mesta athygli við feril hennar er hún seldi sitt fyrsta verk á níræðisaldri. Og það segja hún hafi verið á hátindi ferils síns þegar hún lést síðastliðinn sunnudag, 106 ára gömul. Við kynnum okkur ævi hennar í þætti dagsins.

Og sagnfræðingurinn Dalrún Kaldavísl fjallar í pistli sínum í dag um samband íslenskra kvenna og hafsins fyrr á öldum, en tengsl kvenna við hafið fyrr á öldum eru oft fjölbreyttari en mann kann gruna í fyrstu.

Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir

Birt

15. feb. 2022

Aðgengilegt til

16. feb. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.