Víðsjá

Textíll, Blóðuga kanínan, Cabarett

Við rifjum upp kvikmynd sem er fímmtíu ára um þessar mundir, kvikmyndina Cabarett frá 1972, sem á kannski ágætlega vel við núna þrátt fyrir gerast í Berlín á millistríðsárunum. Myndin hlaut 8 óskarsverðlaun á sínum tíma, en var samt ekki valin besta myndin það ár.

Við lítum inn í Þjóðminjasafnið og hittum þar fyrir Steinunni Kristjánsdóttur, fornleifafræðing, en hún flytur fyrirlestur í safninu á morgun, þar sem hún segir frá vangaveltum sínum varðandi textílgerð á miðöldum og rannsóknum á þeim klæðum sem enn eru varðveitt. Margt hefur komið Steinunni á óvart í þessu grúski, meðal annars það, svo virðist sem heilmikil framleiðsla á textíl hafi farið fram hér á landi, en áhugi og rannsóknir á efninu hafi alltaf lotið í lægra haldi fyrir handritunum.

Blóðuga kanínan var frumsýnd í Tjarnarbíó um helgina. Um er ræða verk eftir Elísabetu Jökulsdóttur sem er á fjölunum í fyrsta sinn. Nína Hjálmarsdóttir fjallar um verkið í þætti dagsins.

Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir

Birt

14. feb. 2022

Aðgengilegt til

15. feb. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.