Víðsjá

Kjarval, vinnurými, Ruth Slenczynska, Éliane Radigue

Líkt og við fjölluðum um hér í síðustu viku, þá fer fram yfirgripsmikil sýning á ævistarfi Birgis Andréssonar á KJarvalstöðum. Sýningin tekur yfir stærstan hluta safnsins en í einum salnum er finna sýningu á verkum Kjarvals sem á í einskonar samtali við verk Birgis. Kjarval í íslenskum litum kallast sýningin en á henni er leitast við kanna hvernig Kjarval notaði og hugsaði liti. Við lítum inn á Kjarvalstaði og ræðum þar við Eddu Halldórsdóttur, sýningarstjóra hjá Listasafni Reykjavíkur.

Og Snorri Rafn Hallsson heldur áfram fjalla um vinnu og vinnustaðamenningu í pistlaröð sinni. þessu sinni fjallar Snorri um sögu skrifstofunnar, hvernig múrar eru reistir og brotnir niður, og hvað ræður för við hönnun vinnurýma.

97 ára gamall píanisti, Ruth Slenczynska, er fara gefa út nýja plötu hjá útgáfu fyrirtækninu Decca. Ruth var barnastjarna fyrir 9 áratugum, átti erfiða æsku en er enn að. Við heyrum af henni og annarri tónlistarkonu, franska naumhyggju tónskáldinu Éliane Radigue, sem stendur á níræðu.

Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir

Birt

8. feb. 2022

Aðgengilegt til

9. feb. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.