Víðsjá

Birgir Andrésson: Eins langt og augað eygir

Eins langt og augað eygir kallast umfangsmikil yfirlitssýning á verkum Birgis Andréssonar sem tekur yfir nær alla Kjarvalstaði. Birgir var leiðandi afl í myndlistarsenu Reykjavíkur í áratugi og skapar stóran sess í listasögu Íslands, en hann lést langt fyrir aldur fram, árið 2007. Birgir hélt fjölda sýninga hérlendis og erlendis á litríkum ferli sínum og var valinn til taka þátt í Feneyjatvíæringnum árið 1995 fyrir hönd Íslands. Í Víðsjá dagsins verður rætt við aðstandendur yfirlitssýningarinnar; sýningarstjórann Robert Hobbs, hönnuðinn Ásmund Hrafn Sturluson, Aldísi Snorradóttur verkefnastjóra sýninga hjá Listasafni Reykjavíkur og Börk Arnarsson eiganda i8 gallerí. Þar auki verða viðtöl við Birgi sjálfan sótt í safn Ríkisútvarpsins.

Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.

Birt

3. feb. 2022

Aðgengilegt til

4. feb. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.