Víðsjá

Matarmenning, Moliere, list í greipum kapítalisma, Verði ljós, elskan

Franska leikritaskáldið Moliere á víst afmæli um helgina, 400 ár frá því þessi mikli leikhúsmaður kom í heiminn í París þar sem hann átti síðar eftir gera garðinn frægan og sitja í ljóma Loðvíks konungs fjórtánda. Við rifjum kallinn upp í tilefni þessa í þættinum.

Til hnífs og skeiðar er bók um íslenska matarmenningu, sem Háskólaútgáfan gaf út á liðnu ári. Í bókinni er finna ffjölbreyttar greinar um allt frá kornbyltingunni sem olli straumhvörfum í mataræði landsmanna, aðra um áhrif heimsstyrjaldanna tveggja á mataræði og erlend áhrif á íslenska matarmenningu og enn aðra um skyramisú og Brodd Brulee, svo eitthvað nefnt. Örn Daníel Jónsson og Brynhildur Ingvarsdóttir eru ritstjórar bókarinnar og Örn verður gestur okkar hér á eftir.

Og Gréta Sigríður Einarsdóttir um Verði ljós, elskan, eftir Soffíu Bjarnadóttur.

En við þáttinn á komandi ári, ofurafli kapitalismans yfir listunum og varnaðarorðum listamanns í þeim efnum.

Birt

12. jan. 2022

Aðgengilegt til

13. jan. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.