Víðsjá

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Francesca Woodman og Samastaður í tilverunni

Í Víðsjá dagsins fjöllum við um þrjár listakonur: Málfríði Einarsdóttur, bandaríska ljósmyndarann Francescu Woodman og fjöllum um nýja bók um verk myndlistarkonunnar Jónu Hlífa Halldórsdóttur

Við hugum útkominni bók um myndlist sem heitir Brim Hvít Sýn en þar er fjallað um myndlist Jónu Hlífar Halldórsdóttur, innsetningar og textaverk hennar. Jóna Hlíf hefur verið iðin við myndlist sína á undanförnum árum jafnframt því sem hún hefur brunnið fyrir baráttumálum myndlistarmanna og stýrt Gerðarsafni í Kópavogi um tíma. Auður Aðalsteinsdóttir er ritstjóri þessarar nýju bókar og jafnframt útgefandi hennar undir merkjum Ástríkis, Auður verður gestur Víðsjár undir lok þáttar og ræðir við okkur um Jónu Hlif og verk hennar.

Í gærkvöldi hófst fyrsti lestur á nýrri kvöldsögu hér á Rás1. Um er ræða Samastað í tilverunni eftir Málfríði EInarsdóttur. Samastaður í tilverunni er fyrsta bók Málfríðar, stofni til sjálfsævisögulegt verk, og kom út þegar Málfríður var 78 ára. Hún hafði skrifað verkið ártugum fyrr og reynt það útgefið án árangurs þar til árið 1977.

En Víðsjá hefst á umfjöllun um bandaríska ljósmyndarann Francesca Woodman sem lést aðeins 22 ára árið 1981.

Birt

5. jan. 2022

Aðgengilegt til

6. jan. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.