• 00:02:34Gallerí Þula
  • 00:19:47Það sem lifir á internetinu
  • 00:33:09Ragnar Helgi Ólafsson

Víðsjá

Laus blöð, Gallerí Þula, kirkjugarðar internetsins

Í gallerí Þulu við Hjartatorg, er vanalega finna íslenska samtímalist, en í dag hanga þar uppi teikningar eftir nemendur heimavistaskóla í litlu fjallaþorpi í Kína. Ástæða þess myndirnar rötuðu alla leið til Reykjavíkur skrifast einhverju leyti á ævintýraþrá eiganda gallerísins, Ásdísar Þulu Þorláksdóttur. Heyrum betur af ferðum Ásdísar í þætti dagsins.

Snorri Rafn Hallsson, pistalhöfundur okkar í Vín, heldur áfram pistlaröð sinni um möguleika og ómöguleika tækninnar. Í þetta skiptið beinir hann sjónum sínum því sem gleymist og því sem lifir áfram á internetinu. Til mynda er talið á bilinu 10 til 30 milljónir aðganga á Facebook séu í eigu látinna einstaklinga og bætist í hópinn á hverjum degi. Ef fram fer sem horfir verða látnir fleiri en lifandi á samfélagsmiðlinum mikla í kringum árið 2110. Facebook verður þá stærsta kirkjugarði heims.

Og við kynnum okkur nýútkomna ljóðabók, Laus blöð eftir Ragnar Helga Ólafsson. Í bókinni býður Ragnar Helgi upp á þverskurð af verkum sínum þar sem hann fer um víðan völl bæði í yrkisefnum og uppsetningu bókarinnar sjálfrar. Við heyrum ljóðalestur og ræðum við Ragnar Helga í þætti dagsins.

Birt

7. des. 2021

Aðgengilegt til

8. des. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.