• 00:01:45Reykjavík Dancee Festival
  • 00:09:31Listasafn Akureyrar
  • 00:22:50Time Matter Remains Trouble
  • 00:33:35Jón Bjarnason organisti

Víðsjá

Skálholt, Listasafnið á Akureyri, dans, myndlist í Norræna húsinu

Við ætlum huga menningarlífinu á Akureyri næstu vikur hér í Víðsjá. Guðni hélt í leiðangur á dögunum og kynnti sér starfsemi nokkurra menningarstofnana í höfuðstað Norðurlands. Í dag förum við með Guðna í Listasafnið þar sem hann ræddi við Hlyn Hallsson safnstjóra.

Og frá Akureyri höldum við í Skálholt. Þorgerður Ása heimsótti Jón Bjarnason organista í Skálholtskirkju en hann fékk á dögunum menningarverðlaun suðurlands. Under Pressure með hljómsveitinni Queen í orgelbúningi, söfnun fyrir nýjum flygli og þjóðsöngur Biskupstungnamanna um Kristján í Stekkholti, er meðal þess sem bar á góma í samtalinu sem við heyrum undir lok þáttar.

Reykjavík Dance Festival gladdi borgarbúa í liðinni viku með fjölbreyttum dansverkum eftir bæði hérlenda og erlenda höfunda. Snæbjörn Brynjarsson fór á nokkrar sýningar og segir frá upplifun sinni hér rétt á eftir.

Og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir lagði leið sína í Hvelfinguna, sýningarsal Norræna hússins, þar sem stendur yfir aðkallandi sýning um jarðfræðileg og jarðsöguleg fyrirbæri af ýmsum toga. Við heyrum betur af henni hér á eftir.

Birt

22. nóv. 2021

Aðgengilegt til

23. nóv. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.