• 00:02:03Leikhúsrýni
  • 00:08:09Abstrakt í Landsbanka
  • 00:22:09Myrkrið milli stjarnanna
  • 00:27:57Fjallamenn

Víðsjá

Fjallamenn, Myrkrið milli stjarnanna, abstrakt í banka, Þjóðleikhús

Árið 1946 kom út ferðabókin Fjallamenn eftir GUðmund frá Miðdal. Í bókinni er finna ferðalýsingar úr byggðum og óbyggðum Íslands og annara landa. Bókin hefur verið ófáanleg í áratugi, en hefur Salka endurútgefið hana. VIð setjumst niður með syni Guðmundar, Ara Trausta, í þætti dagsins, en hann ritar formálann í nýju útgáfuna.

Við fáum einnig heyra af tveimur nýjum sýningum í Þjóðleikhúsinu. Lára og ljónsi er jólaævintýri eftir Birgittu Haukdal og Góa, hugsað fyrir yngstu áhorfendurna í aðdraganda jólanna. Rauða kápan eftir Sólveigu Eir Stewart er svo sýnd í hádegisleikhúsinu, sem tók til starfa í leikhúskjallaranum í haust. Snæbjörn Brynjarsson segir frá sýningunum í þætti dagsins.

Gauti Kristmannsson fjallar um nýja skáldsögu Hildar Knútsdóttur, Myrkrið milli stjarnanna.

Við förum líka í aðalútibú Landsbanka Íslands í Austurstræti og ræðum þar við Aðalstein Ingólfsson listfræðing um nýja sýningu á abstraktverkum úr safneign bankans.

Birt

15. nóv. 2021

Aðgengilegt til

16. nóv. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.