Víðsjá

Ennio Morricone, Njála, Ljósgildran, handrit

Á laugardaginn, 13. nóvember, er afmælisdagur Árna Magnússonar handritasafnara og fræðimanns sem eins og frægt er fór um landið á sínum tíma og bjargaði dýrmætum handritum sem segja okkur svo margt um norræna menningu almennt. Handrit sem eru grunnur öllu vísindastarfi í fornum íslenskum og norrænum fræðum. Stofnun Árna Magnússonar býður venju upp á árlegan fyrirlestur þann dag og það hann flytur þessu sinni Már Jónsson sagnfræðingur og professor í sagnfræði við Háskóla Íslands sem mun kalla erindi sitt Árni Magnúson, þriggja alda minning og framtíðarsýn.

Og við fjöllum um annað afmælisbarn í þætti dagsins, sem einnig er frumkvöðull á sínu sviði. Í dag hefði ítalska tónskáldið Ennio Morricone orðið 93 ára. Morricone er sennilega eitt afkastamesta og áhirfamesta kvikmyndatónskáld allra tíma.

Einföld og einstök tónlist sem heillar allan heiminn, segir ítalski gítarleikarinn Daniele Basini um tónsmíðar læriföður síns, en Daniele er hluti af Morricone tríóinu á Akureyri, sem efnir til veislu í Hörpu um helgina. Daniele hefur útsett tónlistina fyrir gítar, harmonikku og selló, og hann verður á línunni frá Akureyri í þætti dagsins.

Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um fyrstu skáldsögu Guðna Elíssonar, LJósgildruna og Snæbjörn Brynjarsson segir frá sýningunni Njála á hundavaði, sem Hundur í óskilum hefur sett á svið í Borgarleikhúsinu.

Birt

10. nóv. 2021

Aðgengilegt til

11. nóv. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.