• 00:01:42Glæstar vonir
  • 00:22:50 Allir fuglar fljúga í ljósið
  • 00:30:03Móðurhlutverkið í þjóðsögum

Víðsjá

Móðuhlutverkið í þjóðsögum, Glæstar vonir,Allir fuglar fljúga í ljósið

Á dögunum kom út skáldsagan Glæstar vonir, eða Great Expectations, eftir breskan 19. aldar rithöfundinn Charles Dickens. Þessa frægu bók sem Dickens skrifaði á árinu 1860 og 61 hefur Jón St. Kristjánsson þýtt en Mál og menning gefur út. því tilefni verður Árni Matthíasson blaðamaður á Morgunblaðinu gestur þáttarins en Árni hefur lengi dáðst verkum Dickens, lesið allar bækur höfundarins og kann vel meta nýju þýðinguna.

Þjóðsögur geta sagt okkur margt um þau samfélög sem þær tilheyra og endurspegla á vissan hátt þann hugmyndaheim sem þær spretta úr. Í þeim til dæmis sjá staða konunnar var inn á heimilinu, hún var móðir, upphafin og hrein, táknmynd hins góða. Þetta átti þó einungis við um giftar konur, ógiftar konur áttu ekki eignast börn. Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, sagði frá því hvernig þessar hugmyndir birtast í íslenskum þjóðsögum í erindi á nýliðnum Þjóðarspegli. Dagrún Ósk verður gestur Víðsjár undir lok þáttarins hér á eftir.

Auður Jónsdóttir gaf nýverið út skáldsöguna Allir fuglar fljúga í ljósið. Gauti Kristmannsson hefur lokið við lesturinn og segir sína skoðun í þætti dagsins.

Birt

8. nóv. 2021

Aðgengilegt til

9. nóv. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.