Víðsjá

Álfheimar, Neind Thing , listin og loftslagið og Merking

Dans- og pönkverkið Neind Thing var frumsýnt á fimmtudaginn var í Tjarnarbíó.

Verkið er eftir Ingu Huld Hákonardóttur, framið af 3 sviðslistakonum og einum trommara. Snæbjörn Brynjarsson fór á frumsýningu og deilir upplifun sinni með okkur hér á eftir.

María Huld Markan Sigfúsdóttir tónskáld verður gestur Víðsjár í dag og segir hlustendum frá viðburðinum Are we ok? sem verður í Hörpu á fimmtudagskvöld en þar er í boði ferðalag um arkítektúr Hörpu í splunkunýju verki Maríu Huldar og bandaríska danshöfundarins Daniels Roberts.

Og streyma auðvitað bækur til okkar hingað í Víðsjá. Ein þeirra er ljóðabókin Álfheimar eftir Brynjar Jóhannesson. Á bókakápu er ljósmyndaf götuskiltinu úr Álfheimum en inn í kápunni segir höfundur skáld úr Laugardalnum. Duglegasti letingi sinnar kynslóðar sem skilur vel dyggðina brosa vingjarnlega, gera sitt besta og leggja ekki of mikið á sig. Við tökum Brynjar tali í þætti dagsins.

Og við heyrum hvað Gauti Kristmannsson hefur segja um Merkingu, nýja skáldsögu Fríðu Ísberg.

Birt

1. nóv. 2021

Aðgengilegt til

2. nóv. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.