Víðsjá

Frankfurt, Sequences, Umfjöllun, Einar Bragi

Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar Íslenskra bókmennta og Dögg Hjaltalín, útgefandi hjá Sölku, koma í heimsókn og segja frá stemningunni á bókmessunni í Frankfurt, sem lauk um liðna helgi.

Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um nýjasta verk Þórarins Eldjárns, smásagnasafnið Umfjöllun. Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands verður tekinn tali um nýlegt ljóðasafn ljóðskáldsins Einars Braga sem hefur geyma frumort ljóð skáldsins og merkar ljóðaþýðingar hans.

Listahátíðin Sequences var haldin í tíunda sinn þetta árið, og var yfirskrift hátíðarinnar þetta árið Kominn tími til. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um hátíðina í þætti dagsins.

Umsjón: Halla Harðardóttir

Birt

27. okt. 2021

Aðgengilegt til

28. okt. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.