Víðsjá

Agalma, Ásta og innpakkaður Sigurbogi

Í þætti dagsins fær Víðsjá Guðmund Ara Arnalds, tónlistarmann í heimsókn. En hann er einn af forsprökkum tónlistarútgáfunnar Agalma sem stofnað var árið 2019 og hefur gefið út, hvorki meira minna en 19 plötur síðan. Útgáfan heldur svokallað Label Night í kvöld í Mengi þar sem listamennirnir Þorsteinn Eyfjörð, Szymon Keler & Ronja Jóhannsdóttir stíga á stokk.

Víðsjá forvitnast líka um hvernig upplifun það fara upp á innpakkaðan Sigurboga í París þegar Laufey Helgadóttir listfræðingur verður tekin tali.

Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár segir skoðun sína á leikverkinu Ástu sem er til sýninga í Þjóðleikhúsinu en þar er á ferðinni leiksýning byggð á ögrandi list og litríku lífshlaupi listakonunnar Ástu Sigurðardóttur.

Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Guðni Tómasson

Birt

21. sept. 2021

Aðgengilegt til

22. sept. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.