Víðsjá

Umskiptingar, Heyrandi nær og Sjálfsævisaga Alice B. Toklas

Í Víðsjá í dag verður hugað nýrri en samt sígildri bók. Sjálfsævisaga Alice B. Toklas kom út í íslenskri þýðingu í síðustu viku í ritröð Unu útgáfuhúss Sígild samtímaverk. Bókin er sjálfsævisaga en samt eiginlega ekki sjálfsævisaga. Víðsjá fær til sín þýðanda verksins Tinnu Björk Ómarsdóttur til útskýra hvað er á seyði.

Umskiptingar hafa verið á flestra vörum undanfarið, allt frá því sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á streymisveitunni Netflix. Þættirnir glíma við þetta dularfulla þjóðsagnaminni, þegar huldufólk og álfar skipta út mannabörnum fyrir sín eigin afkvæmi. Víðsjá fær til sín Kristinn Schram, þjóðfræðing, til þess segja betur frá umskiptingum.

Og Arnljótur Sigurðsson verður einnig með tónlistarhornið Heyrandi nær á sínum stað á mánudegi. Arnljótur tekur fyrir döbbskáldið Linton Kwesi Johnson, hvers rödd verkaði jafnt á stéttir, hátt og lágt.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Tómas Ævar Ólafsson

Birt

28. júní 2021

Aðgengilegt til

28. júní 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.