Víðsjá

Starfsár Sinfó, Borgarfjarðarblómi, Huldumaður og víbrasjón

Í Víðsjá í dag verður hugað komandi starfsári hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar Árni Heimir Ingólfsson listrænn ráðgjafi sveitarinnar verður tekinn tali. Einnig verður hugað Borgarfjarðarblóma þegar myndlistarmaðurinn Viktor Pétur Hannesson verður tekinn tali en hann vinnur myndlist sína úr borgfirskum jurtum og ferðast um á ferðavinnustofu sinni, Afleggjaranum.

Dúettinn Huldumaður og víbrasjón verður líka meðal gesta Víðsjár í dag en hann er skipaður þeim Heklu Magnúsdóttur þeramínleikara og Sinda Frey Steinssonar gítarleikara. Þau fara á flakk um landið í sumar og flytja sönglög Magnúsar Blöndal Jóhannssonar tónskáld í nýstárlegum útsetningum fyrir þeramín, gítar, flautu og hljóðgervil. Hekla og Sindri eru gestir Víðsjár í dag og ræða verkefnið og tónskáldið á bak við verkin.

Umsjón: Guðni Tómasson og Jóhannes Ólafsson

Birt

23. júní 2021

Aðgengilegt til

23. júní 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.