Víðsjá

Blue, Salka, Þagnarbindindi og Innansveitarkronika

Á Gljúfrasteini, húsi nóbelsskáldsins Halldórs Laxness í Mosfellssveit, stendur yfir sýning um næstsíðustu skáldsögu Halldórs, Innansveitarkroniku. Sýningin opnaði í fyrra en sökum heimsfaraldurs og samkomubanns reyndist það ekki beint ár safnaheimsókna og kemur hún því til með standa áfram um nokkra hríð. Víðsjá hugar í dag þessari sýningu og ræðir við Guðnýju Dóru Gestsdóttur og Hlíf Unu Bárudóttur. Í dag eru einnig liðin fimmtíu ár frá því platan Blue, úr smiðju kanadísku tónlistarkonunnar Joni Mitchell kom út og af því tilefni verður þessi ágæta plata rifjuð upp í Víðsjá dagsins. bókaverslun bókaútgáfunnar Sölku verður einnig heimsótt og þar rætt við húsráðendur, Dögg Hjaltalín og Önnu Leu Friðriksdóttur. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar einnig um nýbakaða verðlaunaljóðabók Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur, Þagnarbindindi.

Umsjón með Víðsjá í dag hafa Guðni Tómasson og Jóhannes Ólafsson.

Birt

22. júní 2021

Aðgengilegt til

22. júní 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.