Víðsjá

Einleikarar, hugarburður, kaffibollar

Í Víðsjá í dag verður meðal annars farið í heimsókn á kaffihúsið Reykvík Rouster við Kárastíg í Reykjavík en þar stendur yfir sýning sem nefnist ,,Hundrað hlutir sem við heyrðum," en þar eru til sýnis hundrað kaffibollar með áletruðum brotum úr hundrað samtölum sem öll hafa átt sér stað á kaffihúsi. sýningunni stendur Studio allsber en hún er hluti af Hönnunarmars sem hófst vonum seinna í gær. Fyrir svörum verða vöruhönnuðirnir Agnes Freyja Björnsdóttir, Silvía Sif Ólafsdóttir og Sylvía Dröfn Jónsdóttir en saman fara þær fram undir merkjum Studio allsber. Víðsjá heyrir einnig í ungum einleikurum sem koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í kvöld. Sópransöngkonurnar Íris Björk Gunnarsdóttir og Marta Kristín Friðriksdóttir verðar teknar tali, fiðluleikarinn Johanna Brynja Ruminy og básúnuleikarinn Jón Arnar Einarsson. Og nýr pistlahöfundur kveður sér hljóðs í Víðsjá í dag. Kristín Eiríksdóttir er einn athyglisverðasti rithöfundur sinnar kynslóðar, en hún hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir verk sín, ljóð, sögur og leikrit. Kristín ætlar á fimmtudögum í Víðsjá fjalla um skrif frá ýmsum sjónarhornum. Fyrirsögnin hjá Kristínu í dag er: ,,Nokkrar hugleiðingar um hugarburð."

Birt

20. maí 2021

Aðgengilegt til

20. maí 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.