Víðsjá

Chromo Sapiens, tónlist í þjóðkirkju, vinátta og einkahúmor

Í Víðsjá í dag verður meðal annars farið í heimsókn í kartöflugeymslurnar við Ártúnsbrekku en þar vinnur myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter - því koma upp sýningu sinni Chromo Sapiens til frambúðar. Sýningin var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2019 og er ein allra vinsælasta sem sett hefur verið upp í sögu Listasafns Reykjavíkur. Hún verður hluti af nýju menningarhúsi sem opnað verður í sumar. Hrafnhildur segir frá í Víðsjá í dag. Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, verður sérstakur gestur Víðsjár í dag gefnu tilefni, en deilur varðandi starfslok Harðar Áskellssonar, kantors og organista við Hallgrímskirkju, hafa verið í umræðunni undanfarna daga. Margrét verður spurð út í stöðu tónlistarinnar innan þjóðkirkjunnar. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur ávarpar hlustendur og talar um mótsagnir í sögu og samtíð. Í dag er Halldór með hugann við vináttu og einkahúmor.

Birt

12. maí 2021

Aðgengilegt til

12. maí 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.