Víðsjá

Hörður, Faithfull, Davis, Haukur og Lilja

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Hörð Áskelsson um tónlistarlíf í Hallgrímskirkju en Hörður lætur af störfum sem organisti og kantor við kirkjuna eftir tæplega fjörutíu ára starf. Einnig verður sagt frá nýrri plötu með ensku tónlistarkonunni Marianne Faithfull, platan nefnist She Walks in Beauty, þar flytur Faithful ellefu ljóð eftir rómantísk skáld 19. aldar en plötuna vann hún með ástralska tónlistarmanninum Warren Ellis sem þekktastur er fyrir samstarf sitt við Nick Cave. Arnljótur Sigurðsson heldur áfram í tónlistarhorninu Heyrandi nær skoða tónlistarlegar rætur rafbræðingstónlistar Miles Davis, en í pistli dagsins tekur hann fyrir tónlistarkonuna Betty Davis og skoðar þau mótandi tónlistarlegu áhrif sem hún hafði á sinn þáverandi, Miles Davis. Og Snæbjörn Brynjarsson leikhúsgagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um leikritið Haukur og Lilja eftir Elísabetu Jökulsdóttur sem frumsýnt var í Ásmundarsal í síðustu viku.

Birt

3. maí 2021

Aðgengilegt til

3. maí 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.