Víðsjá

Handritin, Nýló, Antigóna, að koma sér á kortið

Í Víðsjá í dag verður meðal annars slegið á þráðinn til Oslóar þar sem Már Jónsson sagnfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands verður tekinn tali um íslensk handrit víða um heim, en Már hefur á síðustu dögum fjallað um samskipti Íslands og Danmerkur og handritamálið, í opinberri umræðu. Nýkjörinn formaður Nýlistasafnsins, Sunna Ástþórsdóttir, verður tekin tali en aðalfundur Nýlistasafnsins var haldinn í gærkvöld. Einnig verður í Víðsjá í dag talað gefnu tilefni um frasann ,,að koma okkur á kortið", þar sem eldgos á Time Square og fleira kemur við sögu. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur heldur áfram tala um mótsagnir í sögu og samtíð. Í dag er Halldór með hugann við klassískt leikverk, Antígónu, eftir Forn-gríska skáldið Sófókles.

Birt

29. apríl 2021

Aðgengilegt til

29. apríl 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.