Víðsjá

Moonbow, Óskar Árni, Didda, handritin

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við tónskáldið Gunnar Andréas Kristinsson um nýja plötu með verkum hans sem heitir Moonbow og kemur út hjá útgáfufyrirtækinu Sono Luminus á föstudag. Litið verður við í Hjarta Reykjavíkur en þar var opnuð um helgina sýningin Með tveimur fingrum þar sem sjá myndljóð eftir rithöfundinn Óskar Árna Óskarssonar. Didda Jónsdóttir skáld heldur áfram tala um listina þrífast. Og gripið verður niður í fréttaauka frá 1. apríl 1971 þegar samningar náðust loks í handritadeilu Íslands og Danmerkur en í dag er þess minnst fimmtíu ár eru liðin síðan handritin komu heim, Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók.

Birt

21. apríl 2021

Aðgengilegt til

21. apríl 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.