• 00:02:19Miðnæturbörn fjörutíu ára
  • 00:15:45Örlítið um sund á Norðurlöndum
  • 00:26:39Gauti um Peter Handke
  • 00:35:38Þórdís Claessen

Víðsjá

Rushdie, Handke, Djöfulgangur, heiðríkja

Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um grein sem rithöfundurinn Salman Rushdie birti á dögunum í tilefni af 40 ára afmæli skáldsögunnar Miðnæturbörn, sem kom út árið 1981 og gerði Rushdie heimsfrægan á einu augabragði. Í greininni fjallar Rushdie um tilurð skáldsögunnar, aðferðir og aðföng og sömuleiðis um breyttan veruleika á Indlandi. Kaffihúsið Mokka verður heimsótt og þar rætt við Þórdísi Claessen um sýningu hennar þar sem heitir Djöfulgangur og heiðríkja. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Hið stutta bréf og hin langa kveðja eftir austurríska Nóbelsverðlaunahöfundinn Peter Handke en bókin kom á dögunum út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar.

Birt

13. apríl 2021

Aðgengilegt til

13. apríl 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.