Víðsjá

Sigurður, Hulda, endurskipulag, raftónlist

Í Víðsjá í dag verður galleríið Berg Contemporary heimsótt en þar hefur verið sett upp sýning á verkum Sigurðar Guðjónssonar myndlistarmanns. Sigurður verður tekin tali í þættinum. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir leggur leið sína á hafnarbakkann og heimsækir sýningu Huldu Rósar Guðnadóttur, WERK ? Labor Move, sem stendur yfir í A-sal Hafnarhússins. Þótt sýningin láti ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, vekur hún upp áleitnar og áríðandi spurningar um flókin samfélagsleg málefni, eins og stéttskiptingu, alþjóðahagkerfið og sitthvað fleira, á sýningarstað sem hefði ekki getað verið meira viðeigandi. Endurskipulagning kemur einnig við sögu í Víðsjá í dag. Og tónlistarhornið Heyrandi nær verður á sínum stað í Víðsjá á mánudegi. þessu sinni tekur Arnljótur Sigurðsson fyrir stikkprufur af raftónlist frá meginlandinu, við sögu hjá honum í dag kemur meðal annars kæruleysi í Kölnarborg og hárbeitt ádeila suður á Spáni.

Birt

12. apríl 2021

Aðgengilegt til

12. apríl 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.