Víðsjá

Jón Múli, krossfesting og mótsagnir, Vorar skuldir

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Vernarð Linnet um Jón Múla Árnason og áhrif hans á íslenska jazzmenningu en hundrað ár eins og kunnugt er liðin frá fæðingu Jóns í dag. Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur fjallar í þættinum í dag um krossfestinguna og mótsögnina í því þegar Guð hafnar sjálfum sér. Gréta Sigríður Einarsdóttir talar um menningarelítuna og hvers vegna hún er hrædd við myndlist. Grétu grunar fleiri en hún glími við vanþekkingu á listasögu og séu af þeim sökum ragir við taka þátt í umræðu um myndlist. Þá skapist vítahringur sem viðheldur mýtunni um menningarelítu. Og hlustendur heyra einnig brot úr páskaleikriti Útvarpsleikhússins sem flutt verður í fjórum hlutum um páska, hér er á ferðinni nýtt íslenskt útvarpsleikrit sem nefnist Vorar skuldir og er eftir leikhópinn Kriðpleir.

Birt

31. mars 2021

Aðgengilegt til

31. mars 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.