Víðsjá

Brunagaddur, Skýjaborg, BÓ, hallarekstur, gildismat

Í Víðsjá í dag verður meðal annars slegið á þráðinn norður á Akureyri þar sem Þórður Sævar Jónsson verður tekinn tali en hann sendi frá sér á dögunum nýja ljóðabók sem heitir Brunagaddur og innblásin er af snjóþyngslum í höfuðstað Norðurlands veturinn 2019-20. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar í sjónlistapistli um sýninguna Skýjaborg í (lokuðu) Gerðarsafni þar sem fjórir íslenskir samtímalistamenn sýna verk sem tengjast Kópavogi. Listamennirnir eru Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bjarki Bragason, Eirún Sigurðarsdóttir og Unnar Örn Auðarson, en sýningarstjórar eru þær Brynja Sveinsdóttir og Klara Þórhallsdóttir. Hallarekstur og gildismat koma við sögu gefnu tilefni í Víðsjá í dag. Og hlustendur einnig heyra brot úr fyrsta þætti þáttaraðarinnar Þó líði ár og öld sem verður á dagskrá Rásar 1 um páskana en þar segir söngvarinn Björgvin Halldórsson frá lífshlaupi sínu og tónlistarferli.

Birt

30. mars 2021

Aðgengilegt til

30. mars 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.