Víðsjá

Zagajewski, Hausfeld, Azar

Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um pólska skáldið Adam Zagajewski sem andaðist á sunnudag, 75 ára gamall, en Zagajewski var eitt fremsta ljóðskáld Pólverja á síðari árum. Einnig verður haldið í Hverfisgallerí og rætt þar við Claudiu Hausfeld ljósmyndara um nýja sýningu hennar Rumors of being. Og bók vikunnar á Rás 1 þessu sinni er skáldsagan Uppljómun í eðalplómutrénu eftir íranska rithöfundinn Shokoofeh Azar. Hlustendur heyra í þýðanda bókarinnar, Elísu Björg Þorsteinsdóttur í Víðsjá í dag.

Birt

23. mars 2021

Aðgengilegt til

23. mars 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.