• 00:01:45Eldgos!
  • 00:09:53Gauti um Uppruna eftir Sasa Stanisic
  • 00:17:38Heyrandi nær um Jon Hassell
  • 00:31:58Sjón um Katie Paterson

Víðsjá

Paterson, Sjón, Uppruni, eldgos, Hassell

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við rithöfundinn Sjón um verk skosku myndlistarkonunnar Katie Paterson en verk hennar eru á sýningu í Nýlistasafninu í Marshall húsinu við Grandagarð. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Uppruna eftir Bosníumanninn og Þjóðverjann Sa?a Stani?ic sem komin er út í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Eldgos koma við sögu gefnu tilefni í þættinum í dag. Og tónlistarhornið Heyrandi nær verður á sínum stað í Víðsjá á mánudegi, í dag fjallar Arnljótur Sigurðsson um afmælisbarn dagsins, bandaríska trompetskáldið Jon Hassell, og hugar fyrirmyndum hans og þeim sem sótt hafa til hans innblástur.

Birt

22. mars 2021

Aðgengilegt til

22. mars 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.