Víðsjá

Töfrafundur, mótsagnir, sauðburður og sveifludansar

Víðsjá heimsækir í dag Hafnarborg, listamiðstöð Hafnarfjarðar, en þar munu Ólafur Ólafsson og Libia Castro, ný-valdir myndlistarmenn ársins á Íslensku myndlistarverðlaununum, opna sýningu sína, Töfrafund, um næstu helgi. Sýningin byggir á gjörningi listamannanna og Töfrateymisins, sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur, á götum miðborgarinnar, við Stjórnarráðið og Alþingishúsið, 3. október síðastliðinn. Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur er nýr pistlahöfundur Víðsjár, en hann er hlustendum Rásar 1 góðu kunnur fyrir pistla sem hann hefur flutt í Lestinni á undanförnum árum. Halldór talar í Víðsjá á fimmtudögum um mótsagnir í sögu og samtíð. Og sauðburður og sveifludansar koma við sögu gefnu tilefni í Víðsjá í dag.

Birt

18. mars 2021

Aðgengilegt til

18. mars 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.