Víðsjá

Hagþenkir, myndlist, Grettis saga, klukka

Í Víðsjá í dag verður meðal annars sagt frá því hver hlýtur viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, en viðurkenningin verður afhent við hátíðlega athöfn í Ljósmyndasafni Reykjavíkur klukkan fjögur í dag. Hlustendur heyra í nýjum handhafa viðurkenningarinnar í þættinum í dag. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir tók áhættuna og keyrði út á Reykjanesið til sjá sýninguna Á og í ; sem stendur yfir í Listasafni Reykjanesbæjar. Þrír listamenn gera verk fyrir sýninguna sem römmuð er inn á áhugaverðan hátt, þótt tengingar milli heildar og hluta séu ekki alltaf augljósar. Ólöf fjallar um sýninguna í sjónlistapistli dagsins. Haldið verður áfram tala um Grettis sögu en sagan er kvöldsaga Rásar eitt þessar vikurnar. Í dag verður rætt við Örnólf Thorsson, sérlegan sérfræðing þáttarins í Grettis sögu, meðal annars um hliðstæður, endurtekningar, og forspár í Grettis sögu, auk þess sem Egill Skallagrímsson kemur við sögu gefnu tilefni sem og þrítalan. Gömul klukka kemur einnig við sögu í Víðsjá í dag.

Birt

10. mars 2021

Aðgengilegt til

10. mars 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.