Víðsjá

Piazolla, Ishiguro, Sunnefa, The Fleetwoods

Í Víðsjá í dag verður meðal annars sagt frá nýjustu skáldsögu breska rithöfundarins Kazuo Ishiguro en hún kom út á dögunum og nefnist Klara and the Sun. Þetta er áttunda skáldsaga Ishiguros, og fyrsta sem hann sendir frá sér eftir hann hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 2017. Bókin hefur þegar fengið frábæra dóma, gagnrýnendur tala um meistaraverk. Víðsjá hugar líka argentínska tónskáldinu Astor Piazzolla en í vikunni verða hundrað á liðinn frá fæðingu hans. Olivier Manoury segir frá tónskáldinu en hann kemur fram á tónleikum með Kordo kvartettinum í Salnum í Kópavogi sem haldnir verða tónskáldinu til heiðurs. Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um leiksýninguna Sunnefu sem leikhópurinn Svipir frumsýndi í leikstjórn Þórs Tulinius Tjarnarbíói í síðustu viku, en verkið fjallar um Sunnefu Jónsdóttur sem var tvisvar dæmd til dauða fyrir blóðskömm á fyrri hluta 18. aldar, en reis upp gegn yfirvaldinu. Og tónlistarhornið Heyrandi nær verður á sínum stað í Víðsjá á mánudegi, þessu sinni beinir Arnljótir Sigurðsson stækkunarglerinu hinu bandaríska, dúnmjúka og dáleiðandi bandi frá sjötta áratugnum, The Fleetwoods, hvers unaðstónar gáfu unglingum gæsahúðir fyrir sextíu árum síðan.

Birt

8. mars 2021

Aðgengilegt til

8. mars 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.