• 00:02:16Reykjavík Downtown
  • 00:14:13María Elísabet - Sannleikskorn
  • 00:29:20Ljósmyndasafn Rvk - Sigurhans Vignir

Víðsjá

Ljósmyndasafnið 40 ára, tíðarandi, sannleikskorn Maríu

Í Víðsjá í dag verður Ljósmyndasafn Reykjavíkur heimsótt en þar eru starfsmenn safnsins vinna þessa dagana við setja upp afmælissýningu safnsins í tilefni 40 ára afmælis þess með myndum eftir Sigurhans Vignir [svo - ekki fallbeygja]. Einnig verður horfið aftur í tímann og fjallað um tíðarandann í miðborg Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld, en margir hafa séð og notið þess sjá á netinu myndskeið úr heimildamynd Óskars Gíslasonar, Reykjavík vorra daga, en þar sjá fallegar myndir frá mannlífinu í miðborginni árið 1946. Og María Elísabet Bragadóttir rithöfundur færir hlustendum sannleikskorn í Víðsjá á fimmtudegi. Í dag talar María meðal annars um krabbadýr sem ljómar í myrkri. Heimurinn er ekki bara inni í höfðinu á okkur heldur líka utan við það, segir María og spyr: Hvernig getur draumur um krabbadýr í auga hákarls sett okkur í samhengi við víðáttuna, jafnvel óendanleikann en jafnframt verið okkur jarðtenging?

Birt

4. mars 2021

Aðgengilegt til

4. mars 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.