Víðsjá

Edda Jónsdóttir, Halldór Baldursson, Sviðsmyndir, Shuggie Bain

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Halldór Baldursson teiknara um teiknarann Halldór Pétursson en stendur yfir í Myndasal Þjóðminjasafnsins sýning á verkum hans undir yfirskriftinni Teiknað fyrir þjóðina ? myndheimur Halldórs Péturssonar. Halldór Baldursson stendur fyrir teiknismiðju í tengslum við sýninguna í Þjóðminjasafninu um helgina. Einnig verður rætt við Eddu Jónsdóttur myndlistarkonu sem heldur sína fyrstu einkasýningu á Mokka og í Ásmundarsal síðan 1994 en þá snéri hún sér rekstri Gallerís i8. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Shuggie Bain eftir skosk/bandaríska rithöfundinn Douglas Stuart en höfundurinn fékk Booker-verðlaunin virtu fyrir verkið í fyrra. Og sviðsmyndir koma við sögu í Víðsjá í dag gefnu tilefni.

Birt

2. mars 2021

Aðgengilegt til

2. mars 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.