Víðsjá

Myndlistarverðlaun, Norðurlandaverðlaun, örsögur, draugar

Í Víðsjá í dag verður meðal annars frá ritinu Mondo Cane sem kom út hjá forlaginu Þremur höndum seint á síðasta ári. Ritið hefur geyma íslenskar þýðingar Áslaugar Agnarsdóttur á safni örsagna eftir belgíska listamannatvíeykið Jos de Gruyter og Harald Thys sem upphaflega fylgdi samnefndri myndlistarsýningu sem sett var upp í belgíska skálanum á Feneyjartvíæringnum árið 2019. Nína Óskarsdóttir útgefandi og myndlistarkona segir frá í Víðsjá í dag. María Elísabet Bragadóttir rithöfundur kveður sér hljóðs öðru sinni í Víðsjá á fimmtudegi, undir yfirskriftinni Sannleikskorn, draugasögur koma við sögu gefnu tilefni hjá Maríu í dag. Tilkynnt var í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands, í morgun hvaða verk eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs þessu sinni. Af Íslands hálfu eru tilnefnd verkin Aðferðir til lifa af, skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur frá árinu 2019, og Um tímann og vatnið, eftir Andra Snæ Magnason, sömuleiðis frá árinu 2019. Hlustendur heyra í þeim Guðrúnu og Andra í þættinum í dag. Einnig verður hugað nýjum handhafa íslensku myndlistarverðlaunanna, fjórir listamenn voru tilnefndir til verðlaunanna þessu sinni, en afhendingin fór fram í dag, þetta var í fjórða sinn sem Myndlistarráð úthlutar þessum verðlaunum. Og Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár fjallar í þættinum í dag um leiksýninguna Stúlkan sem stöðvaði heiminn sem sýnd er á Litla sviði Borgarleikhússins. Sýningin er unnin í samvinnu við sviðslistahópinn 10 fingur en hann hefur um árabil lagt áherslu á setja upp sýningar sem börn og fullorðnir geta notið saman, og hefur sérhæft sig í listsköpun á mörkum leikhúss og myndlistar. Leikstjóri sýningarinnar er Helga Arnalds.

Birt

25. feb. 2021

Aðgengilegt til

25. feb. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.