Víðsjá

Gangverk, Stol, safnamál, ótímabær vorkoma

Víðsjá heimsækir í dag forritunarfyrirtækið Gangverk og forvitnast um vinnu þess fyrir alþjóðlega uppboðshúsið Southeby's, en rætt verður við Atla Þorbjörnsson um þá vinnu. Sagt var frá því í Víðsjá í síðustu viku hvernig stærstu söfn evrópu gera upp blóði drifna nýlendufortíð sína. Hollendingar hafa stigið róttækt skref í átt endurheimt menningarminja fyrrum nýlenda og söfn um alla álfu taka skref í átt breyttum tímum. Það er ekki lítið í húfi, enda sjá sjálfsmynd þjóða speglast í þessum stofnunum. Halla Harðdóttir ræðir í þættinum í dag við Guðrúnu Dröfn Whitehead, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, þar verður kafað betur í þetta mál, og meðal annars spurt hvort þetta skipti okkur einhverju máli, hér á Íslandi. Víðsjá í dag hugar einnig mögulega ótímabærri vorkomu í Reykjavík, fuglasöng í febrúar. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um splúnkunýja íslenska skáldsögu, Stol, eftir Björn Halldórsson, bók sem fjallar um dauðann, tímann, og lífið; viðleitnina til halda í minningarnar og nýta tíma sem er á þrotum. Stol er fyrsta skáldsaga Björns, en hann hefur áður gefið út smásagnasafnið Smáglæpi.

Birt

23. feb. 2021

Aðgengilegt til

23. feb. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.