Víðsjá

Tommi og Jenni, Dyrnar, Sölumaður, kúrekar

gefnu tilefni verður í Víðsjá í dag rifjuð upp tilkoma einhvers frægasta kvikmyndadúós allra tíma, félaganna og erkióvinanna Tomma og Jenna. Farið verður í heimsókn til Guðrúnar Hannesdóttur rithöfundar sem tók við Íslensku þýðingaverðlaununum á Gljúfrasteini á laugardag, fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Dyrnar eftir ungverska rithöfundinn Mögdu Szabó. Það var Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sem afhenti verðlaunin en alls voru sjö bækur tilnefndar þessu sinni. Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um leikritið Sölumaður deyr sem Borgarleikhúsið frumsýndi um helgina í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Og tónlistarhornið heyrandi nær verður á sínum stað í Víðsjá á mánudegi. þessu sinni tekur Arnljótur Sigurðsson tvö lög tvisvar fyrir, fer í kúrekaleik með Andy Warhol og fylgir hlustendum á slóðir frumbyggja Norður-Ameríku.

Birt

22. feb. 2021

Aðgengilegt til

22. feb. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.