• 00:01:43María Elísabet Bragadóttir - Sannleikskorn
  • 00:13:37Grettissaga - Örnólfur Thorsson
  • 00:27:24Hljóðmynd í Ásmundarsal

Víðsjá

Hljóðmynd, Grettis saga, Sannleikskorn

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt Ólöfu Sigursveinsdóttur sellóleikara og Sigtrygg Bjarna Baldvinsson myndlistarmann um samstarfsverkefni þeirra Hljóðmynd þar sem viðfangsefni listamannanna er sjötta sellósvíta Bachs sem er eitt af lykilverkum tónbókmenntanna. Kvöldsagan á Rás eitt þessa dagana er Grettis saga, fluttur er lestur Óskars Halldórssonar á sögunni frá árinu 1981. Víðsjá fylgist með og ætlar skoða söguna út frá ýmsum sjónarhornum næstu vikurnar. Leiðsögumaður um verkið verður Örnólfur Thorsson íslenskufræðingur og forsetaritari, sem bæði hefur skrifað mikið um Grettis sögu og gefið hana út. Og nýr pistlahöfundur kveður sér hljóðs í Víðsjá í dag. María Elísabet Bragadóttir rithöfundur flytur í dag fyrsta pistil í pistlaröð sem hún nefnir Sannleikskorn. María vakti töluverða athygli á síðasta ári, með sagnasafni sínu Herbergi í öðrum heimi sem kom út hjá Unu útgáfuhúsi.

Birt

18. feb. 2021

Aðgengilegt til

18. feb. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.