Víðsjá

Sölumaður deyr, Halló geimur, list og nýlendur

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra um leikritið Sölumaður deyr eftir bandaríska leikskáldið Arthur Miller en verkið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu um helgina. Listasafn Íslands verður heimsótt og þar skoðuð sýningin Halló Geimur í fylgd sýningarstjóranna, en það eru þær Guðrún Jóna Halldórsdóttir og Ragnheiður Vignisdóttir. Og stærstu söfn Evrópu vinna því gera upp blóði drifna nýlendufortíð. Nýlega tilkynnti hollenska ríkisstjórnin öllum stolnum listmunum frá nýlendutímanum verði skilað aftur til síns heima. En kongólski aktívistinn Mwazulu Diyabanza lætur verkin tala og mótmælir nýlendustefnu með því stela gripunum aftur til baka. Halla Harðardóttir fjallar í Víðsjá í dag um uppgjör safna við nýlendutímann.

Birt

16. feb. 2021

Aðgengilegt til

16. feb. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.