Víðsjá

Safnastefna, klippimyndir, líkingar, efnið og andinn

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Hörpu Þórsdóttir, safnstjóra Listasafns Íslands, um nýja samræmda safnastefnu á sviði myndlistar sem er komin fyrir almenningssjónir. Fyrir rúmum 100 árum, í litlu fjallaþorpi í Pýrenafjöllunum, tóku tveir listamenn þátt í því umbylta sýn okkar á nútímalist. Með ekkert vopni nema frjóan huga, vináttu, samræður, pappír, skæri og lím. Halla Harðardóttir fjallar um klippimyndir í pistli dagsins. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar í dag um sýninguna ?Veit efnið af andanum?? sem stendur yfir í Nýlistasafninu, þar sem þrír ólíkir listamenn, þau Ragnheiður Gestsdóttir, Sigrún Inga Hrólfsdóttir og Sindri Leifsson, sýna verk sín. Verkin endurspegla viðleitni listamannanna til efnisgera þau ósýnilegu öfl sem móta hegðun okkar og stjórna daglegum athöfnum okkar, en sýningin er einskonar könnunarleiðangur þar sem velt er við steinum, kerfi afhjúpuð og stiklað er á stóru í menningarsögunni. Og líkingar koma við sögu í Víðsjá í dag.

Birt

9. feb. 2021

Aðgengilegt til

9. feb. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.