Víðsjá

Synd í Passíusálmum, Rófurass, Sakbitin sæla, Egla

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Hjalta Hugason, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands, um birtingarmyndir syndarinnar í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar en Hjalti ritar grein um efnið í nýjasta hefti Ritsins, tímariti Hugvísindastofnunar. Lestur Passíusálmanna hófst á Rás 1 í gær. Bjargey Ólafsdóttir myndlistarmaður og rithöfundur segir frá sýningunni Rófurassi sem opnuð verður í Listasafni Árnesinga í Hveragerði um helgina, en þar koma hundar mjög við sögu. Gréta Sigríður Einarsdóttir flytur pistil í Víðsjá í dag, og fjallar þessu sinni um sakbitna sælu. Og hugað verður Egils sögu sem er kvöldsagan á Rás 1 þessar vikurnar. Rætt verður við Torfa Tulinius um Snorra Sturluson og Egils sögu, meðal annars um rökin fyrir því Snorri höfundur sögunnar.

Birt

4. feb. 2021

Aðgengilegt til

4. feb. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.