Víðsjá

RAX, Vetrarhátíð, ástaraugu, sögur frá Sovét

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Ragnar Axelsson ljósmyndara um sýninguna Þar sem heimurinn bráðnar sem opnuð var í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi - á laugardag. Víðsjá tekur líka stöðuna á því sem boðið verður upp á Vetrarhátíð sem hefst á morgun. Árið 1785 barst Marie Anne Fitzherbert bréf frá ástsjúkum aðdáanda sínum í Englandi, Georg IV, prinsinum af Whales. Í bréfinu var finna pínulítið olíuverk, á stærð við nögl á fingri, og á verkinu var ekkert nema eitt auga. Auga prinsins. Halla Harðardóttr fjallar um ástaraugu í pistli dagsins. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um sagnasafnið Sögur frá Sovétríkjunum sem hefur geyma nítján sögur í íslenskri þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur, sögur sem gefa fjölbreytta mynd af sovéskum bókmenntum allt frá byrjun 20. aldar og fram til fyrstu áranna eftir Sovétríkin liðu undir lok.

Birt

3. feb. 2021

Aðgengilegt til

3. feb. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.