Víðsjá

María Huld, Bowie, Vertu úlfur, Robinson

Í Víðsjá í dag verður María Huld Markan Sigfúsdóttir tónskáld tekin tali um tvö lög sem hún sendi frá sér fyrir helgi við ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur. Á laugardag voru 45 ár liðin frá útkomu hljómplötunnar Station to station með David Bowie. Platan er gjarnan talin ein af allra bestu plötum Bowies, Víðsjá rifjar upp í dag og ræðir við Sindra Freysson rithöfund. Snæbjörn Brynjarsson leikhúsrýnir þáttarins fjallar í dag um leiksýninguna Vertu úlfur sem frumsýnd var í Þjóðleikhúsinu fyrir helgi. Og í tónlistarhorninu Heyrandi nær skoðar Arnljótur Sigurðsson þessu sinni farsælan feril bandarísku tónlistarkonunnar Sylviu Robinson frá því hún byrjaði sautján ára gömul og þar til hún olli straumhvörfum sem einn af brautryðjendum hip hop tónlistar.

Birt

25. jan. 2021

Aðgengilegt til

25. jan. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.