Víðsjá

Ari Eldjárn, Dalalæða, Misirlou

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Ara Eldjárn, uppistandara og handritshöfund, sem hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin fyrir árið 2020, Ari tók við verðlaununum á Bessastöðum um helgina. Rætt verður við Hannes Helgason og Jóhannes Birgi Pálmason, liðsmenn í sveitinni Dalalæðu, um nýja plötu sveitarinnar Dysjar. Einnig verður farið í tónlistarferðalag með Arnljóti Sigurðssyni undir yfirskriftinni Heyrandi nær, í dag mun Arnljótur rýna í sögu lagsins víðfræga Misirlou, en saga þess nær um það bil hundrað ár aftur í tímann og margt forvitnilegt sem kemur upp úr dúrnum við söguskoðunina.

Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson

Birt

4. jan. 2021

Aðgengilegt til

4. jan. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.