Víðsjá

Reisubók, valsar, myndlistarárið

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands um Reisubók Ólafs Egilssonar. Séra Ólafur var hertekinn í Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum árið 1627 og fluttur ásamt konu og tveimur börnum til Algeirsborgar. Ólafur lýsir í einstakri frásögn sinni þessum mjög svo sérstæða sögulega atburði og segir ferðasögu sína en Ólafur fór víða veturinn 1627-1628, meðal annars til Þýskalands, Ítalíu, Frakklands, Hollands og Danmerkur. Reisubókin kemur út í nýrri glæsilegri útgáfu Sæmundar og Sögusetursins í Vestmannaeyjum. Úgáfuna önnuðust þeir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja og áðurnefndur Már Jónsson, en bókin hefur einnig geyma aðra texta um Tyrkjaránið. Arnljótur Sigurðsson fjallar í tónlistarpistli sínum undir yfirskriftinni Heyrandi nær um valsinn, en undir léttúð vínarvalsanna hans mati í hliðarsporunum finna drunga og sorg, því stundum eru valsarnir heldur svartir. Og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir horfir í dag til baka og skoðar hvaða viðfangsefni hafa verið efst á baugi hjá myndlistarmönnum þetta árið. Einnig veltir hún fyrir sér hvaða áhrif faraldurinn muni hafa á starfsemi safna og sýningarstaða, sem og hegðun menningarnjótenda.

Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.

Birt

28. des. 2020

Aðgengilegt til

28. des. 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.