Víðsjá

Beethoven, John le Carré, Oddný Eir, sjálfsmyndir

Víðsjá fagnar í dag 250 ára afmæli tónskáldsins Ludwigs van Beethoven þegar Kordó-kvartettinn leikur fyrir hlustendur göldróttan kafla úr einu af síðustu meistaraverkum tónskáldsins á sviðinu í Salnum í Kópavogi. Kvartettinn, skipaður hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, ætlaði fagna fæðingarafmælinu með tónleikum þar í kvöld, en flytur þess í stað kafla úr strengjakvartett opus. 132 fyrir hlustendur Víðsjár. Einnig verður í Víðsjá í dag fjallað um enska rithöfundinn John le Carré sem andaðist á laugardag, 89 ára aldri. Rætt verður við Óttarr Proppé verslunarstjóra um höfundarverk þessa merka rithöfundar. Sjálfsmyndir frá 19. öld koma við sögu og Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur ávarpar hlustendur undir skammdegissól.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson

Birt

16. des. 2020

Aðgengilegt til

16. des. 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.