Víðsjá

Harry Martinson, Bróðir, Úlfur Eldjárn, Anna Þorvaldsdóttir, Sjónarhor

Víðsjá í dag er meðal annars rætt við Heimi Pálsson sem hefur þýtt á íslensku skáldsöguna Leiðina í klukknaríki eftir sænska Nóbelsverðlaunahöfundinn Harry Martinson. Bókin kom fyrst út árið 1948 og telst eitt af meistaraverkum sænskra bókmennta á 20. öld, en Martinson hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1974. Einnig er farið í göngutúr um Þingholtin með tónlistarmanninum Úlfi Eldjárn, og fræðst um hans nýjustu tónsköpun, Reykjavík GPS, en það er gagnvirk tónlistarupplifun sem hægt er njóta á ákveðnu svæði í borginni. Úlfur gaf í vikunni út lagið „Horfin borg“ á öllum helstu tónlistarveitum, en það er fyrsta lagið af væntanlegri breiðskífu með tónlist úr verkefninu Reykjavík GPS. Anna Þorvaldsdóttir tónskáld segir frá Tónlistarhátíð Rásar 1 sem fram fer í dag. Hátíðin er haldin í fjórða sinn og ber þessu sinni yfirskriftina Þræðir, en Anna er listrænn stjórnandi hátíðarinnar í ár. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Bróður eftir Halldór Armand Ásgeirsson. Og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir rýnir í myndlistarpistli um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og veltir fyrir sér frásagnarvaldi safna, en sýningin býður upp á mörg ólík sjónarhorn þegar kemur lestri á sjónrænum menningararfi og sjálfsmyndum þjóðarinnar.

Birt

25. nóv. 2020

Aðgengilegt til

25. nóv. 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.