Víðsjá

Dickinson, íkonar, Dýralíf, Kristín Eiríksdóttir

Í Víðsjá í dag er meðal annars rætt við Magnús Sigurðsson rithöfund um bókina Berhöfða líf sem hefur geyma þýðingar hans á ljóðum eftir bandaríska ljóðskáldið Emily Dickinson. Einnig er skyggnst inn í heim rússneskra íkona. Séra Ragnar Fjalar Lárusson var einhver mesti safnari landsins og á hans efri árum áttu íkonar hug hans allan. Í þætti dagsins er litið inn í gallerí Fold, þar sem safn Ragnars er á uppboði, og rætt við Þórstein Ragnarson og Rebekku Þráinsdóttur um heillandi heim íkonsins. Maríanna Clara Lúthersdóttir bókmenntagagnrýnandi þáttarins rýnir í skáldsöguna Dýralíf eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Og bók vikunnar á Rás 1 þessu sinni er ljóðabókin Kærastinn er rjóður eftir Kristínu Eiríksdóttur. Hlustendur heyra í Kristínu í þætti dagsins.

Birt

17. nóv. 2020

Aðgengilegt til

17. nóv. 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.