Víðsjá

Pizarnik, Silfurberg, Dauði skógar, útilistaverk í Reykjavík

Í Víðsjá í dag er meðal annars fjallað um argentínska skáldið Alejöndru Pizarnik en Hermann Stefánsson rithöfundur hefur þýtt úrval ljóða eftir hana. Pizarnik var til skamms tíma ekki eitt af stóru nöfnunum í skáldskap Rómönsku Ameríku, fáir þekktu til hennar í hinum spænskumælandi heimi, en á því hefur orðið breyting. Rætt verður við Hermann í Víðsjá í dag. Frá 17.öld og fram á þá tuttugustu gerðu vísindamenn margvíslegar uppgötvanir sem höfðu afdrifarík áhrif á framþróun náttúruvísinda. En það eru ekki allir sem vita íslenska silfurbergið gengdi þar oft lykilhlutverki. Saga þessa merkilega kristals er rakin í Silfurbergi, nýrri bók eftir vísindamennina og feðgana Kristján Leósson og Leó Kristjánsson. Kristján er gestur Víðsjár í dag. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi þáttarins rýnir í skáldsöguna ,,Dauði skógar" eftir Jónas Reyni Gunnarsson. Og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir skoðar list í almannarými. Hún notast við smáforritið “Útlistaverk í Reykjavík“, sem leiddi hana í skemmtilegan hring í einum af almenningsgörðum borgarinnar.

Birt

11. nóv. 2020

Aðgengilegt til

11. nóv. 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.