Víðsjá

List án landamæra, Hetjusögur, Kristín K.Þ. Thoroddsen

Listahátíðin List án landamæra er haldin í 17da sinn í ár og sjá afraksturinn í listrýmum víðsvegar um borgina. Nokkur rýmanna hafa lokað dyrum sínum vegna ástandsins, en ljósmyndasýningin Skrölt III, er meðal þess sem enn er hægt sjá. Víðsjá ræðir við listamanninn Krumma og Birtu Guðjónsdóttur, listrænan stjórnanda hátíðarinnar, í Gallerí Port við Laugarveg í þætti dagsins. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar um ljóðabókina Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur. Fjallað er um listakonuna Kristínu K.Þ. Thoroddsen en sýning á verkum hennar verður opnuð innan skamms í Listasafninu á Akureyri. Og forsetakosningar í Bandaríkjunum koma við sögu.

Birt

4. nóv. 2020

Aðgengilegt til

4. nóv. 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.