Víðsjá

Halla Þórlaug, Beethoven, Gyrðir, Ásgerður Búadóttir

Víðsjá í dag meðal annars rætt við Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur sem hefur sent frá sér bókina Þagnarbindindi, bók sem er í senn ljóðabálkur og saga, og fjallar meðal annars um sambandsslit og söknuð. Hlustendur heyra líka í Árna Heimi Ingólfssyni tónlistarfræðingi sem ætlar leiða hlustendur Rásar 1 í gegnum líf og list Ludwigs van Beethoven í sjö útvarpsþáttum sem hefja göngu sína á laugardag kl. 17, en þó minna hafi orðið úr hátíðahöldum en til var ætlast, þá er víða um heim haldið upp á í ár er 250 liðin frá fæðingu Beethovens. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um Draumstol, nýjustu ljóðabók Gyrðis Elíassonar. Og hugað verður myndlist: Ásgerður Búadóttir var frumkvöðull í vefnaðarlist hér á landi og fyrirmynd annara myndlistarmanna sem tóku upp þráðinn í sínum verkum. Á sýningunni Listþræðir í Listasafni Íslands er aldarafmælis Ásgerðar minnst í samtali við fjölda annara listamanna, ekki síst samtímalistamanna, en í dag ríkir mikil gróska í þráðlistinni. Víðsjá heimsækir Listasafn Íslands og ræðir þar við Dagnýju Heiðdal, annan sýningarstjóra Listþráða.

Birt

21. okt. 2020

Aðgengilegt til

21. okt. 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.